Gleðja fólk með dansi 4. júlí 2011 11:00 Þær Snæfríður Ingvarsdóttir og Hildur Margrét Jóhannesdóttir mynda dansdúettinn Brak og reyna að gleðja miðbæjargesti með dansi í sumar. Fréttablaðið/valli Dansdúettinn Brak mun gleðja gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur með dansi í sumar. Dúettinn skipa þær Snæfríður Ingvarsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir. „Það er allt annað að dansa fyrir óviðbúna áhorfendur úti á götu en að standa upp á sviði. Það kom okkur á óvart hversu auðvelt það er að gleyma sér í dansinum og forvitnilegt að taka eftir viðbrögðum vegfarenda,“ segir Snæfríður en hana má sjá dansandi um miðbæ Reykjavíkur í sumar ásamt Hildi Margréti. Saman mynda þær dansdúettinn Brak og hafa starfað saman í eitt ár. Í ár, rétt eins og í fyrra, fá þær tækifæri til að vera hluti af listhópum Hins hússins og gleðja miðbæinn með dansi. „Við erum rosalega þakklátar að fá að gera það sem okkur finnst skemmtilegast í sumar. Við komum fram nokkrum sinnum í mánuði og á hátíðardögum eins og á menningarnótt,“ segir Snæfríður en stelpunum er einnig frjálst að fara niður í bæ og dansa hvenær sem þær eru tilbúnar með nýtt atriði. Snæfríður og Hildur Margrét, eða Mæja eins og hún er kölluð, eru báðar á lokaári Listdansskóla Íslands og stefna á áframhaldandi dansnám í framtíðinni. Í dansatriðum sínum velta þær fyrir sér hvers konar dans vekur helst áhuga áhorfenda. „Við erum að prófa okkur áfram og reynum að svara spurningum eins og til dæmis hversu oft er hægt að endurtaka spor án þess að áhugi áhorfenda dvíni og hvort fólki finnist áhugaverðara að horfa á eitt fallegt og þægilegt eða eitthvað sem er ögrandi fyrir augað?“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Dansdúettinn Brak mun gleðja gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur með dansi í sumar. Dúettinn skipa þær Snæfríður Ingvarsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir. „Það er allt annað að dansa fyrir óviðbúna áhorfendur úti á götu en að standa upp á sviði. Það kom okkur á óvart hversu auðvelt það er að gleyma sér í dansinum og forvitnilegt að taka eftir viðbrögðum vegfarenda,“ segir Snæfríður en hana má sjá dansandi um miðbæ Reykjavíkur í sumar ásamt Hildi Margréti. Saman mynda þær dansdúettinn Brak og hafa starfað saman í eitt ár. Í ár, rétt eins og í fyrra, fá þær tækifæri til að vera hluti af listhópum Hins hússins og gleðja miðbæinn með dansi. „Við erum rosalega þakklátar að fá að gera það sem okkur finnst skemmtilegast í sumar. Við komum fram nokkrum sinnum í mánuði og á hátíðardögum eins og á menningarnótt,“ segir Snæfríður en stelpunum er einnig frjálst að fara niður í bæ og dansa hvenær sem þær eru tilbúnar með nýtt atriði. Snæfríður og Hildur Margrét, eða Mæja eins og hún er kölluð, eru báðar á lokaári Listdansskóla Íslands og stefna á áframhaldandi dansnám í framtíðinni. Í dansatriðum sínum velta þær fyrir sér hvers konar dans vekur helst áhuga áhorfenda. „Við erum að prófa okkur áfram og reynum að svara spurningum eins og til dæmis hversu oft er hægt að endurtaka spor án þess að áhugi áhorfenda dvíni og hvort fólki finnist áhugaverðara að horfa á eitt fallegt og þægilegt eða eitthvað sem er ögrandi fyrir augað?“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira