Skokkar berfættur um bæinn 4. júlí 2011 12:00 Eyvindur Karlsson hætti að finna til í hnjánum þegar hann kastaði skónum og byrjaði að skokka berfættur. Fréttablaðið/HAG „Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Sjá meira
„Ég hélt alltaf að hlaup væru það leiðinlegasta sem hægt væri að gera — af öllu," segir Eyvindur Karlsson, grínisti og nýútskrifaður leikstjóri úr East 15-skólanum í Lundúnum. Eyvindur byrjaði að stunda útihlaup þegar hann bjó þar ytra og hélt uppteknum hætti þegar hann flutti heim fyrir mánuði. Hann segir nýja áhugamálið ekki hluta af átaki og kýs frekar að segja að um lífsstílsbreytingu sé að ræða. „Þegar ég var í skólanum í vetur fór ég að finna fyrir því hvað ég var kominn í lélegt form. Ég ákvað að gera eitthvað," segir Eyvindur. Eyvindur byrjaði að skokka þar sem það var ódýrasti kosturinn í stöðunni. „Ég gat ekki hlaupið í eina mínútu þegar ég byrjaði. Ég var farinn að hlaupa fimm kílómetra, svo hætti ég að hlaupa í skóm, þá minnkaði það aftur." Ha? Hleypurðu á tánum? „Ég hleyp berfættur. Það er eina vitið. Fæturnir á okkur eru hannaðir til að hlaupa, en ekki í skóm. Ég fór að fá í hnén og las mér til um hvað ég væri að gera vitlaust. Ég vildi ekki hætta að hlaupa. Þá rakst ég á lærðar greinar sem virtust benda til þess að það væri betra, að maður fengi minna högg upp í líkamann ef maður væri berfættur." Eyvindur vigtar sig sjaldan en segir að buxnastrengurinn hafi aðeins víkkað í kjölfar nýja lífsstílsins. Hann hætti líka að reykja, beindi mataræðinu í betri farveg og segist beita heilbrigðri skynsemi þegar hann velur hvað hann setur ofan í sig. „Ég veit að ég á ekki að borða hamborgara og djúpsteiktan kjúkling í öll mál. Ég er ekki að drekkja mér í ógeði." Vinir Eyvindar tóku lífsstílsbreytingunni misjafnlega, enda var hann kannski ekki líklegasti maður heims til að byrja að stunda útihlaup. „Það var öllum sama þegar ég reykti eins og strompur og át ekkert nema skyndibita," segir hann í léttum dúr. „Svo um leið og ég fór að sporna aðeins gegn því að ég myndi deyja fyrir fimmtugt var farið að gera grín að mér." Í Lundúnum var þó talsvert auðveldara að borða hollan mat, að sögn Eyvindar. Hann segir úrvalið betra þar og maturinn ódýrari. „Hérna heima þarf maður að vera með tvær milljónir á mánuði, maður þarf að vera bankastjóri til að borða hollan mat! Þetta er rugl."atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Sjá meira