Lífið

John Grant tilnefndur

Tónlistarmaðurinn John Grant hefur verið tilnefndur til þrennra Mojo-verðlauna.
Tónlistarmaðurinn John Grant hefur verið tilnefndur til þrennra Mojo-verðlauna.
Tónlistarmaðurinn John Grant, sem spilar á Airwaves-hátíðinni í haust, hefur verið tilnefndur til þrennra verðlauna hjá breska tímaritinu Mojo, þar á meðal fyrir bestu plötuna.

Annar tónlistarmaður, Rumer, fékk einnig þrjár tilnefningar. Rokksveitin Arctic Monkeys frá Sheffield fékk tvær, rétt eins og hljómsveitin Arcade Fire sem gaf út plötuna Suburbs.

The Vaccines, með Árna Hjörvar á bassanum, fékk eina tilnefningu, eða fyrir besta nýja flytjandann. Verðlaunahátíðin verður haldin í London 21. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.