Lífið

Leikstýrir ekki Thor 2

Framhaldsmyndin Thor 2 verður frumsýnd í júlí eftir tvö ár.
Framhaldsmyndin Thor 2 verður frumsýnd í júlí eftir tvö ár.
Bretinn Kenneth Branagh verður ekki leikstjóri framhaldsmyndarinnar Thor 2 sem verður frumsýnd í júlí árið 2013.

Branagh hafði lýst yfir áhuga sínum á að leikstýra myndinni, eins og þeirri fyrri, en verður þess í staðinn einn af framleiðendunum. Ekki er ljóst hver tekur við keflinu af Branagh.

Chris Hemsworth mun endurtaka hlutverk sitt sem Þór, enda þótti hann standa sig einstaklega vel í fyrri myndinni. Hann sést næst á hvíta tjaldinu í þriðju Iron Man-myndinni og The Avengers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.