Lífið

Frábær frammistaða

Kevin Spacey í hlutverki Ríkharðs III.
Kevin Spacey í hlutverki Ríkharðs III.
Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkuna sína á Ríkharði III í Old Vic-leikhúsinu í London. Óskarsverðlaunahafinn leikur þennan frægasta þorpara Shakespeares með fótinn í stálspelku, haltrandi með staf.

Leikritið er látið gerast í nútímanum og annast Sam Mendes leikstjórnina. Hann stýrði einmitt Spacey þegar hann fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í American Beauty árið 1999. Eftir að sýningum á Ríkharði III lýkur í London verður leikritið sýnt víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.