Lífið

Gallagher þolir ekki rödd söngvara Muse

Liam Gallagher þolir ekki söngrödd Matts Bellamy, söngvara Muse.
Liam Gallagher þolir ekki söngrödd Matts Bellamy, söngvara Muse. Nordicphotos/Getty
Spjátrungurinn Liam Gallagher segir að hann sé hræddur við hljómsveitina Muse og að tónlist hennar sé „fjandi hrollvekjandi skítur".

Gallagher, sem fer nú fyrir hljómsveitinni Beady Eye, lýsti þessu yfir í viðtali við karlatímaritið GQ. Hann sagðist virða Muse, en bætti við að rödd söngvarans Matts Bellamy væri sér ekki að skapi.

„Ég óttast Muse," sagði hann. „Fólk kann að meta þessa stráka, þeir spila þó á gítar, en þegar ég heyri rödd hans hugsa ég: „Ahh! fari hann til fjandans."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.