Lífið

Potts aftur með Bó

Paul Potts hyggst koma aftur til Íslands og syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Potts sló í gegn á tónleikunum í fyrra.
Paul Potts hyggst koma aftur til Íslands og syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Potts sló í gegn á tónleikunum í fyrra.
Paul Potts, hinn heimsþekkti tenór úr Britain"s Got Talent, verður aftur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í ár. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Fréttablaðið.

Söngvarinn segir Potts hafa slegið í gegn á tónleikunum í fyrra, fólk hafi risið úr sætum til að hylla hann. „Við fengum mikil og góð viðbrögð við frammistöðu hans, áhorfendur gjörsamlega elskuðu hann. Potts var líka alveg í skýjunum yfir viðtökunum sem hann fékk, sendi okkur póst og lýsti því yfir að hann langaði að koma aftur.“ Og Björgvin tók hann á orðinu. Fjórtán þúsund gestir sóttu Jólagesti Björgvins í fyrra en þetta er fimmta árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Björgvin segir þá verða stærri í sniðum með ári hverju og ætlunin sé að gera enn betur í ár. „Þeir eru farnir að taka á sig mjög atvinnumannslegan brag.“

Björgvin er á fullu þessa dagana, hann er á leiðinni til Akureyrar með stórsveit í tilefni af sextugs afmælinu sínu en hugðist reyndar fyrst skella sér í hljóðver því söngvarinn er að taka upp plötu með hljómsveit sinni Hjartagosunum. Er ráðgert að hún komi út um miðjan júlí. „Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra formi.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.