Lífið

KR-útvarpið til Færeyja

Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson hafa starfað lengi fyrir KR-útvarpið.
Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson hafa starfað lengi fyrir KR-útvarpið.
KR-útvarpið ætlar að elta meistaraflokk karla í fótbolta til Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Þar fer fram leikur ÍF Fuglafjarðar og KR í Evrópudeildinni í kvöld. Þröstur Emilsson verður í Þórshöfn með viðtöl fyrir leik og lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 18. Útsendingin, sem er sú 314. í röðinni hjá KR-útvarpinu, hefst klukkan 17 og verður Páll Sævar Guðjónsson í KR-heimilinu. Útvarp KR sendir út á FM 98,3 og á Netheimur.is, iPhone, iPad og Ipod.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.