Lífið

Galliano hannar brúðarkjólinn

Kate Moss gengur að eiga Jamie Hince um næstu helgi en hún valdi John Galliano til að hanna brúðarkjólinn.
Nordicphoto/Getty
Kate Moss gengur að eiga Jamie Hince um næstu helgi en hún valdi John Galliano til að hanna brúðarkjólinn. Nordicphoto/Getty
Fyrirsætan Kate Moss ætlar nú loks að ganga upp að altarinu en sá heppni er rokkarinn Jamie Hince. Brúðkaupið fer fram á heimili Moss á laugardaginn. Það er enginn annar en hönnuðurinn John Galliano sem hannar brúðarkjólinn en þeim upplýsingum hefur verið haldið leyndum hingað til.

Galliano hefur heldur betur verið í sviðsljósinu á árinu en hann er þessa dagana fyrir rétti vegna niðrandi ummæla í garð minnihlutahópa. Galliano byrjaði að hanna kjólinn áður en hann kom sér í vandræði og var rekinn frá Dior tískuhúsinu.

Fyrirsætan og hönnuðirinn eru góðir vinir og hafa starfað saman í mörg ár. Talið er að Moss sé að launa Galliano greiða því þegar Moss þurfti að takast á við eiturlyfjavandamál sín opinberlega árið 2005 stóð hönnuðurinn eins og klettur við hlið fyrirsætunnar.

John Galliano
Þar sem Galliano er í meðferð á stofnun í Sviss, er það teymi á hans vegum undir stjórn kærasta hans, Alexis Roche, sem sér um að leggja lokahönd á kjólinn fyrir stóra daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.