Lífið

Línurnar að skýrast hjá Tarantino

Tarantino hefur klófest bæði Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx en þeir munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Django Unchained.
Tarantino hefur klófest bæði Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx en þeir munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Django Unchained.
Quentin Tarantino hefur klófest bæði Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx fyrir kvikmynd sína Django Unchained. Fréttir af myndinni eru frekar óljósar en samkvæmt vefsíðunni contactmusic.com er um að ræða vestra, innblásinn af spagettívestranum Django eftir Sergio Corbucci.

„Mig hefur alltaf langað til að gera mynd um svartasta blettinn á sögu Bandaríkjanna; þrælahaldið. En ég vil ekki gera það á dramatískan hátt heldur með því að notast við vestraformið," hafði Daily Telegraph eftir Tarantino fyrir fjórum árum.

Og nú virðist þessi hugmynd Tarantinos ætla að verða að veruleika. Foxx mun taka við hlutverkinu af Will Smith sem var fyrst orðaður við myndina en gaf það frá sér vegna anna á öðrum vígstöðvum. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Christoph Waltz sem aðdáendur Tarantinos ættu að muna eftir úr Inglourious Basterds og Samuel L. Jackson en hann er fastagestur í kvikmyndum Tarantinos þegar slíkt á við.

Myndin segir sögu þrælsins Djangos sem hyggur á hefndir er hann sleppur úr klóm kvalara síns. Sá verður leikinn af DiCaprio en Tarantino hefur einstakt lag á að fá stjörnur til að snúa baki við fyrirfram ákveðinni ímynd. DiCaprio hefur til að mynda ekki oft leikið ofbeldisfull illmenni en í Django Unchained leikur hann sadískan plantekrubónda sem kúgar þræla sína með miskunnarlausu ofbeldi.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.