Íslenskur tökumaður í grænlenskri hryllingsmynd 24. júní 2011 12:00 „Þetta var þvílíkt ævintýri. Það kom mér á óvart hve margir Grænlendingar eru virkilega hæfileikaríkir án þess að hafa „professional" reynslu," segir Freyr Líndal Sævarsson. Hann var tökumaður grænlensku hryllingsmyndarinnar Qaqqat Alanngui eða Skuggarnir í fjöllunum, sem var frumsýnd fyrir skömmu á vegum Tumit Productions. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur í heimalandinu og hafa tæp sex þúsund manns séð hana í höfuðborginni Nuuq þar sem rúm fimmtán þúsund manns búa. Tökur á myndinni fóru fram skammt frá Nuuq síðasta sumar og gengu þær vel þrátt fyrir að veðrið og ágengar moskítóflugur hafi sett strik í reikninginn. Freyr Líndal fékk verkefnið, sem er hans fyrsta sem tökumaður, í gegnum stelpu sem var með honum í European Film College í Danmörku. Hann hefur aðra hryllingsmynd á ferilsskránni, Reykjavík Whale Watching Massacre, þar sem hann vann við lýsingu. Freyr tók Quaqqat Alanngui upp á Canon 5D-myndavél og notaðist við náttúrulega lýsingu. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðaði upp á 46 milljónir króna og komu allir leikararnir og tökuliðið frá Grænlandi nema Freyr. Myndin fjallar um ungt fólk sem fer í útskriftarferð í afskekktum sumarbústað þar sem undarlegir hlutir eiga sér stað. Grænlendingar hafa tekið myndinni opnum örmum, sérstaklega unga kynslóðin. „Fólk hefur ekki séð svona í grænlenskri menningu," segir hann og á þar við þjóðsagnakenndan blæ myndarinnar og grænlenskt talið í þokkabót. Frey líkaði lífið svo vel á Grænlandi að hann ætlar að taka upp aðra mynd þar á næsta ári, eða spennuhasar með grínívafi. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
„Þetta var þvílíkt ævintýri. Það kom mér á óvart hve margir Grænlendingar eru virkilega hæfileikaríkir án þess að hafa „professional" reynslu," segir Freyr Líndal Sævarsson. Hann var tökumaður grænlensku hryllingsmyndarinnar Qaqqat Alanngui eða Skuggarnir í fjöllunum, sem var frumsýnd fyrir skömmu á vegum Tumit Productions. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur í heimalandinu og hafa tæp sex þúsund manns séð hana í höfuðborginni Nuuq þar sem rúm fimmtán þúsund manns búa. Tökur á myndinni fóru fram skammt frá Nuuq síðasta sumar og gengu þær vel þrátt fyrir að veðrið og ágengar moskítóflugur hafi sett strik í reikninginn. Freyr Líndal fékk verkefnið, sem er hans fyrsta sem tökumaður, í gegnum stelpu sem var með honum í European Film College í Danmörku. Hann hefur aðra hryllingsmynd á ferilsskránni, Reykjavík Whale Watching Massacre, þar sem hann vann við lýsingu. Freyr tók Quaqqat Alanngui upp á Canon 5D-myndavél og notaðist við náttúrulega lýsingu. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðaði upp á 46 milljónir króna og komu allir leikararnir og tökuliðið frá Grænlandi nema Freyr. Myndin fjallar um ungt fólk sem fer í útskriftarferð í afskekktum sumarbústað þar sem undarlegir hlutir eiga sér stað. Grænlendingar hafa tekið myndinni opnum örmum, sérstaklega unga kynslóðin. „Fólk hefur ekki séð svona í grænlenskri menningu," segir hann og á þar við þjóðsagnakenndan blæ myndarinnar og grænlenskt talið í þokkabót. Frey líkaði lífið svo vel á Grænlandi að hann ætlar að taka upp aðra mynd þar á næsta ári, eða spennuhasar með grínívafi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira