Lífið

Kvikmyndin Reykjavik - Stór mynd með stórum stjörnum

Reagan og Gorbatsjov í Höfða.
Reagan og Gorbatsjov í Höfða.
„Við erum búinn að vera að vinna í þessu verkefni mjög lengi og höfum sinnt mikilli rannsóknarvinnu. Við höfum rætt við fólk sem kom að þessum fundi, bæði á Íslandi, í Bandaríkjunum og Rússlandi,“ segir Stewart MacKinnon, einn af aðalframleiðendum kvikmyndarinnar Reykjavik.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er allverulegur skriður kominn á gerð kvikmyndarinnar sem á að fjalla um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða árið 1986. Fram kom í fréttatilkynningum á netinu að breski leikstjórinn Ridley Scott myndi leikstýra myndinni en MacKinnon segir það ekki vera sannleikanum samkvæmt, framleiðslufyrirtæki Scott, FreeScott, komi að framleiðslunni. MacKinnon er hins vegar bjartsýnn og segir að ef allt gangi að óskum hefjist tökur strax á næsta ári.

MacKinnon er reynslubolti í sjónvarps-og kvikmyndaiðnaðinum og forðast því að gefa alltof mikið upp. „En ég get þó sagt, að þetta er stór mynd með stórum stjörnum sem verður hugsuð fyrir alþjóðlegan markað. Hún verður tekin upp í Reykjavík enda leikur höfuðborgin og umhverfið hennar stórt hlutverk í myndinni,“ útskýrir MacKinnon en hann líkir myndinni við Frost/Nixon-kvikmyndina sem var frumsýnd fyrir þremur árum síðan.

Sú mynd kostaði 35 milljónir dollara eða fjóra milljarða í framleiðslu. „Við sjáum þetta sem mjög mikilvæga sögu, þar sem tveir fulltrúar ólíkrar hugmyndafræði settust niður og reyndu að ná einhverskonar samkomulagi. Við teljum að þetta sé mynd sem eigi erindi við áhorfendur í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×