Pabbi Kate Hudson hyggst gefa út bók um dóttur sína 4. maí 2011 18:00 Söngvarinn Bill Hudson þótti mikill hjartaknúsari á sínum yngri árum og heillaði Goldie Hawn. Þau eignuðust saman tvö börn, Oliver og Kate Hudson, en leikkonan er meðal þeirra vinsælustu í heimi um þessar mundir. Hudson var þekktastur fyrir að vera meðlimur í strákasveitinni The Hudson Brothers sem lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hann hyggst gefa út bók um samband sitt við Hollywood-stjörnurnar. Nordic Photos/Getty Nafnið Bill Hudson kveikir sennilega ekki á mörgum ljósaperum hjá yngstu kynslóðinni og sennilega ekki heldur hjá þeim sem eldri eru. Hann er engu að síður pabbi bandarísku leikkonunnar Kate Hudson og nú hyggst hann gefa út bók um samband sitt við Goldie og Kate. Það hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir kröftum Bill Hudson frá því að strákahljómsveitin hans, The Hudson Brothers, lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hudson var hins vegar alræmdur kvennabósi á velmegunarárum sínum og giftist meðal annars bandarísku leikkonunni Goldie Hawn árið 1976. Þótt hjónabandið hefði ekki enst nema í fjögur ár þá gat það af sér tvö börn, leikarana Kate Hudson og Oliver Hudson. Hawn tók fljótlega eftir skilnaðinn upp samband við Kurt Russell og hann gekk börnunum í föðurstað. Bill hefur stundum dúkkað upp í fjölmiðlum og rætt stirt samband sitt við Kate. Nýverið sakaði hann dóttur sína um að vanrækja tæplega níræða ömmu sína. „Hún þarf ekkert að tala við mig og hún þarf ekki að gefa neitt af auðæfum sínum, ég er bara að biðja um að hún hringi áður en það verður of seint," var haft eftir Bill í bandarískum fjölmiðlum. Leikkonan sjálf hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Kurt Russell sé faðir hennar, hann hafi alið hana upp frá þriggja ára aldri. En Bill er ekki af baki dottinn því New York Post hefur greint frá því að hann ætli að skrifa bók um samband sitt við Goldie Hawn og Kate og þar verði ekkert dregið undan. „Hvað gerir þú ef fyrrverandi eiginkonan þín notfærir sér fjölmiðla til að dreifa orðrómi um þig og kasta rýrð á samband þitt við börnin þín," verður ein af kynningarlínum bókarinnar samkvæmt New York Post. Blaðið greinir frá því að hið stormasama samband Kate og Bill verði í aðalhlutverki. Þar verði að finna nærgöngular lýsingar á því sem fór fram innan veggja hjónabandsins en einnig verði að finna frásagnir Bill af því hvernig hann reyndi að ná sambandi við börnin sín. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Nafnið Bill Hudson kveikir sennilega ekki á mörgum ljósaperum hjá yngstu kynslóðinni og sennilega ekki heldur hjá þeim sem eldri eru. Hann er engu að síður pabbi bandarísku leikkonunnar Kate Hudson og nú hyggst hann gefa út bók um samband sitt við Goldie og Kate. Það hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir kröftum Bill Hudson frá því að strákahljómsveitin hans, The Hudson Brothers, lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hudson var hins vegar alræmdur kvennabósi á velmegunarárum sínum og giftist meðal annars bandarísku leikkonunni Goldie Hawn árið 1976. Þótt hjónabandið hefði ekki enst nema í fjögur ár þá gat það af sér tvö börn, leikarana Kate Hudson og Oliver Hudson. Hawn tók fljótlega eftir skilnaðinn upp samband við Kurt Russell og hann gekk börnunum í föðurstað. Bill hefur stundum dúkkað upp í fjölmiðlum og rætt stirt samband sitt við Kate. Nýverið sakaði hann dóttur sína um að vanrækja tæplega níræða ömmu sína. „Hún þarf ekkert að tala við mig og hún þarf ekki að gefa neitt af auðæfum sínum, ég er bara að biðja um að hún hringi áður en það verður of seint," var haft eftir Bill í bandarískum fjölmiðlum. Leikkonan sjálf hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Kurt Russell sé faðir hennar, hann hafi alið hana upp frá þriggja ára aldri. En Bill er ekki af baki dottinn því New York Post hefur greint frá því að hann ætli að skrifa bók um samband sitt við Goldie Hawn og Kate og þar verði ekkert dregið undan. „Hvað gerir þú ef fyrrverandi eiginkonan þín notfærir sér fjölmiðla til að dreifa orðrómi um þig og kasta rýrð á samband þitt við börnin þín," verður ein af kynningarlínum bókarinnar samkvæmt New York Post. Blaðið greinir frá því að hið stormasama samband Kate og Bill verði í aðalhlutverki. Þar verði að finna nærgöngular lýsingar á því sem fór fram innan veggja hjónabandsins en einnig verði að finna frásagnir Bill af því hvernig hann reyndi að ná sambandi við börnin sín. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira