Pabbi Kate Hudson hyggst gefa út bók um dóttur sína 4. maí 2011 18:00 Söngvarinn Bill Hudson þótti mikill hjartaknúsari á sínum yngri árum og heillaði Goldie Hawn. Þau eignuðust saman tvö börn, Oliver og Kate Hudson, en leikkonan er meðal þeirra vinsælustu í heimi um þessar mundir. Hudson var þekktastur fyrir að vera meðlimur í strákasveitinni The Hudson Brothers sem lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hann hyggst gefa út bók um samband sitt við Hollywood-stjörnurnar. Nordic Photos/Getty Nafnið Bill Hudson kveikir sennilega ekki á mörgum ljósaperum hjá yngstu kynslóðinni og sennilega ekki heldur hjá þeim sem eldri eru. Hann er engu að síður pabbi bandarísku leikkonunnar Kate Hudson og nú hyggst hann gefa út bók um samband sitt við Goldie og Kate. Það hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir kröftum Bill Hudson frá því að strákahljómsveitin hans, The Hudson Brothers, lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hudson var hins vegar alræmdur kvennabósi á velmegunarárum sínum og giftist meðal annars bandarísku leikkonunni Goldie Hawn árið 1976. Þótt hjónabandið hefði ekki enst nema í fjögur ár þá gat það af sér tvö börn, leikarana Kate Hudson og Oliver Hudson. Hawn tók fljótlega eftir skilnaðinn upp samband við Kurt Russell og hann gekk börnunum í föðurstað. Bill hefur stundum dúkkað upp í fjölmiðlum og rætt stirt samband sitt við Kate. Nýverið sakaði hann dóttur sína um að vanrækja tæplega níræða ömmu sína. „Hún þarf ekkert að tala við mig og hún þarf ekki að gefa neitt af auðæfum sínum, ég er bara að biðja um að hún hringi áður en það verður of seint," var haft eftir Bill í bandarískum fjölmiðlum. Leikkonan sjálf hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Kurt Russell sé faðir hennar, hann hafi alið hana upp frá þriggja ára aldri. En Bill er ekki af baki dottinn því New York Post hefur greint frá því að hann ætli að skrifa bók um samband sitt við Goldie Hawn og Kate og þar verði ekkert dregið undan. „Hvað gerir þú ef fyrrverandi eiginkonan þín notfærir sér fjölmiðla til að dreifa orðrómi um þig og kasta rýrð á samband þitt við börnin þín," verður ein af kynningarlínum bókarinnar samkvæmt New York Post. Blaðið greinir frá því að hið stormasama samband Kate og Bill verði í aðalhlutverki. Þar verði að finna nærgöngular lýsingar á því sem fór fram innan veggja hjónabandsins en einnig verði að finna frásagnir Bill af því hvernig hann reyndi að ná sambandi við börnin sín. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Nafnið Bill Hudson kveikir sennilega ekki á mörgum ljósaperum hjá yngstu kynslóðinni og sennilega ekki heldur hjá þeim sem eldri eru. Hann er engu að síður pabbi bandarísku leikkonunnar Kate Hudson og nú hyggst hann gefa út bók um samband sitt við Goldie og Kate. Það hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir kröftum Bill Hudson frá því að strákahljómsveitin hans, The Hudson Brothers, lagði upp laupana snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hudson var hins vegar alræmdur kvennabósi á velmegunarárum sínum og giftist meðal annars bandarísku leikkonunni Goldie Hawn árið 1976. Þótt hjónabandið hefði ekki enst nema í fjögur ár þá gat það af sér tvö börn, leikarana Kate Hudson og Oliver Hudson. Hawn tók fljótlega eftir skilnaðinn upp samband við Kurt Russell og hann gekk börnunum í föðurstað. Bill hefur stundum dúkkað upp í fjölmiðlum og rætt stirt samband sitt við Kate. Nýverið sakaði hann dóttur sína um að vanrækja tæplega níræða ömmu sína. „Hún þarf ekkert að tala við mig og hún þarf ekki að gefa neitt af auðæfum sínum, ég er bara að biðja um að hún hringi áður en það verður of seint," var haft eftir Bill í bandarískum fjölmiðlum. Leikkonan sjálf hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Kurt Russell sé faðir hennar, hann hafi alið hana upp frá þriggja ára aldri. En Bill er ekki af baki dottinn því New York Post hefur greint frá því að hann ætli að skrifa bók um samband sitt við Goldie Hawn og Kate og þar verði ekkert dregið undan. „Hvað gerir þú ef fyrrverandi eiginkonan þín notfærir sér fjölmiðla til að dreifa orðrómi um þig og kasta rýrð á samband þitt við börnin þín," verður ein af kynningarlínum bókarinnar samkvæmt New York Post. Blaðið greinir frá því að hið stormasama samband Kate og Bill verði í aðalhlutverki. Þar verði að finna nærgöngular lýsingar á því sem fór fram innan veggja hjónabandsins en einnig verði að finna frásagnir Bill af því hvernig hann reyndi að ná sambandi við börnin sín. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira