Smókingurinn passar ennþá 20. apríl 2011 23:00 Rúnar Rúnarsson keppir í þriðja sinn á Cannes. Eldfjall kemur bæði til greina sem besta fyrsta mynd og í flokknum Directors’ Fortnight. Fréttablaðið/Valli Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp