Lífið

Bríarí opnað

Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast (í miðjunni) ásamt Georg Holm úr Sigur Rós og eiginkonu hans Svanhvíti.
Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast (í miðjunni) ásamt Georg Holm úr Sigur Rós og eiginkonu hans Svanhvíti. Mynd/Valli
Tómstundahúsið Bríarí var opnað í Kex Hostel við Skúlagötu á fimmtudaginn. Húsið verður opið um helgina í tengslum við tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess.

Bríarí kemur tímabundið í stað tómstundahússins Havarí, sem lagðist í dvala í lok janúar. Síðan þá hefur staðið yfir leit að föstum viðverustað hússins í miðborg Reykjavíkur, án árangurs. Í anda Havarís býður Bríarí upp á tónlist, myndlist, ókeypis tónleika, hljómplötur og ýmislegt fleira. Einnig verður þar miðasala fyrir Reykjavík Music Mess. Bríarí verður opið bæði í dag og á morgun frá klukkan 11 til 18.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.