Lífið

Vill fá frí frá unnustanum

Jessica Simpson bað unnusta sinn, Eric Johnson, um að gefa sér smá frí.
nordicphotos/getty
Jessica Simpson bað unnusta sinn, Eric Johnson, um að gefa sér smá frí. nordicphotos/getty
Söngkonan Jessica Simpson er orðin þreytt á því að hafa unnusta sinn, íþróttamanninn fyrrverandi Eric Johnson, alltaf í kringum sig. Johnson hefur verið atvinnulaus frá árinu 2008 og eyðir því öllum sínum stundum með Simpson.

 

„Jessica sagði Eric að láta sig í friði í nokkra daga. Þau eyddu öllum sínum tíma saman og Jessica fékk loks nóg. Hún bað hann um að gefa sér smá frí svo hún gæti hugsað aðeins um sjálfa sig,“ var haft eftir innanbúðarmanni.

 

Samkvæmt heimildarmönnum tímaritsins In Touch Weekly er Simpson einnig þreytt á að þurfa að halda hinum atvinnulausa unnusta sínum uppi og sjá honum fyrir vasapeningum. „Jessica keypti bíl handa Eric fyrir ekki svo löngu. Hún keypti sér líka nýjan BMW en hún hefur komið Eric í skilning um að það sé hennar bíll og leyfir honum alls ekki að keyra hann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.