Lífið

Sjúkdómurinn eins og þrumuský

Catherine Zeta Jones segir að sjúkdómurinn hafi hangið yfir henni eins og þrumuský. Hún og Michael Douglas ætla að fara í hnattreisu þegar hún sé orðin hress.
Catherine Zeta Jones segir að sjúkdómurinn hafi hangið yfir henni eins og þrumuský. Hún og Michael Douglas ætla að fara í hnattreisu þegar hún sé orðin hress.
„Það er ekki bara ég sem dett niður heldur detta allir niður með mér. Sjúkdómurinn hangir bara yfir mér eins og þrumuský. Og svona er þetta bara, ég varð bara að leita mér hjálpar," segir Catherine Zeta Jones í samtali við breska blaðið Mirror. Zeta Jones lagðist inn á geðdeild í síðustu viku eftir að hún var greind með geðhvörf eða bipolar II. Það var eiginmaður hennar, Michael Douglas, sem fylgdi henni inn á geðsjúkrahúsið Silver Hill í Connecticut. „Ég er mjög heppin og reyni að vera jákvæð. Það er ekki gott fyrir persónuleika minn að vera neikvæð."

Catherine hyggst dvelja á geðsjúkrahúsinu næstu fimm daga og eyða þeim tíma í samtalsmeðferðir og annað slíkt. Leikkonan hefur verið undir miklu álagi eftir að eiginmaður hennar, Michael Douglas, greindist með krabbamein í hálsi. Hann virðist nú hafa sigrast á sínum sjúkdómi og hefur, samkvæmt The Sun, lofað eiginkonu sinni að fara með hana og börnin þeirra í hnattreisu þegar hún sé orðin hress.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.