Lífið

Bríarí opið um helgina

Söngkonan Sóley spilar í Bríaríi á laugardaginn.
Söngkonan Sóley spilar í Bríaríi á laugardaginn.
Tómstundahúsið Havarí, sem lagðist í dvala í janúar, hefur opnað skammtímaútibúið Bríarí á Skúlagötu 28 þar sem Kex Hostel er einnig til húsa. Tilefnið er tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess sem hefst í dag og lýkur á sunnudag.

Í anda Havarís verður boðið upp á tónlist, myndlist, veggspjald vikunnar, ókeypis tónleika, hljómplötur og ýmislegt fleira. Þar verður einnig miðasala fyrir Reykjavík Music Mess. Á meðal þeirra sem stíga á svið í Bríaríi um helgina verða Borko, Samaris, Nive Nielsen og Sóley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.