Lífið

Lennon-texti boðinn upp

john lennon Handskrifaður texti hans við lagið Lucy in the Sky with Diamonds verður seldur á uppboði í maí.
john lennon Handskrifaður texti hans við lagið Lucy in the Sky with Diamonds verður seldur á uppboði í maí.
Handskrifaður texti Johns Lennon við Bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds verður seldur á uppboði í Los Angeles um miðjan maí. Talið er að yfir 22 milljónir króna fáist fyrir textann. Á textablaðinu er þriðja erindi lagsins skrifað niður og fyrsta setning lagsins She"s Leaving Home. Bæði lögin eru á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band sem kom út 1967.

Þegar Lucy in the Sky with Diamonds kom út töldu sumir að lagið fjallaði um eiturlyfið LSD. Lennon neitaði þessu og sagði að innblásturinn hefði verið mynd sem sonur hans teiknaði af vinkonu sinni í skólanum sem hét Lucy Vodden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.