Hljómsveitin Agent Fresco kemur fram á Hróarskeldu 6. apríl 2011 07:00 "Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
"Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira