Lífið

Leiðbeinir Mið-Íslands drengjum í leiklist

Mið-Íslandsdrengirnir Ari Eldjárn, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi eru undir handleiðslu Agnars Jóns. Fréttablaðið/Valli
Mið-Íslandsdrengirnir Ari Eldjárn, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi eru undir handleiðslu Agnars Jóns. Fréttablaðið/Valli
„Þeir eru rosalega góðir leikarar og skemmtilegir strákar," segir Agnar Jón Egilsson, leikari og leikstjóri.

Agnar hefur fengið það hlutverk að þjálfa strákana í grínhópnum Mið-Ísland í leiklist. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinnur Mið-Ísland að sjónvarpsþáttum, en sýningar hefjast á Stöð 2 seinna á árinu. Agnar neitar að þurfa að taka Ara Eldjárn og félaga í grínhópnum í gegn, enda séu þeir afar efnilegir leikarar. „En ég segi þeim stundum að vera kyrrir," segir Agnar. „Þeir láta gamninn geysa og eru rosaleg fyndir. Ég þarf stundum að passa mig á að hlæja ekki of mikið."

Agnar liðsinnir hópnum í spuna ásamt því að kenna þeim tæknilegar æfingar sem lærðir leikarar nota. „Það eru trix sem er gott fyrir þá að hafa bakvið eyrun," segir hann. „Svo er þetta gott fyrirstemninguna."

Agnar segir gott fyrir alla æfa sig í því sem þeir gera, hvort sem það er leiklist eða annað. „Að vera með reglulegan tíma þar sem maður æfir sig í því sem maður gerir er eitthvað sem allir ættu að gera. Það gerir manni aldrei neitt nema gott," segir Agnar. „Ég er stoltur af því að þeir hafi beðið mig um að koma og vera fluga á vegg og koma með góðar hugmyndir um hvernig þeir geta þjálfað sig í leiðinni."

Grínhópurinn Mið-Ísland verður með uppistandskvöld á miðvikudaginn í Þjóðleikhúskjallaranum. Sérstakir gestir verða Pétur Jóhann Sigfússon og Margrét Björnsdóttir, fyndnasti Verzlingurinn. -afb

Hægt er að nálgast miða á uppistandið á miðvikudag hér á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.