Frjálsleg túlkun á þjóðsögu 4. apríl 2011 21:00 Vídeólistamaðurinn Þóra Hilmarsdóttir er í hópi listamanna sem koma að dansverkinu. Fréttablaðið/Stefán Nýtt íslenskt dansverk var frumsýnt í Tjarnabíói um helgina. Verkið nefnist Gibbla og er samstarfsverkefni sjö listamanna úr ólíkum listgreinum sem tvinna saman dans, tónlist og kvikmyndagerð í eina samræmda heild. Innblástur verksins er sóttur til Asks Yggdrasils og örlaganornanna þriggja og fjallar um hvernig örlög manna eru ákveðin við fæðingu og hvernig lífsþræðirnir spinnast. Dansarar og danshöfundar verksins eru þær Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir. Þóra Hilmarsdóttir vídeólistamaður, skapaði aftur á móti myndverkið sem fléttast inn í sýninguna. Hún útskrifaðist frá hinum virta listaháskóla Central St. Martins í London fyrir rúmu ári. Þóra er enn búsett ytra og starfar hjá kvikmyndafyrirtækinu Ridley Scott Associates. „Ég hafði unnið með tveimur dansaranna áður en ég fór út í nám og fannst mjög spennandi að fá tækifæri til þess að gera það aftur. Ég fékk frí í vinnunni og kom heim í febrúar og hef unnið að verkinu stanslaust síðan þá,“ útskýrir Þóra. Hluti vídeóverksins var tekinn upp í gömlum læknabústað við Vífilsstaði og viðurkennir Þóra að það hafi tekið svolítið á taugarnar. „Það er nánast eins og einhver hafi bara gengið út úr húsinu einn daginn og skilið allt eftir, þetta var mjög draugalegt. Einu sinni var ég nokkuð viss um að það væri reimt þarna og ákvað að hætta tökum þann daginn,“ segir hún hlæjandi. Hópurinn nálgast sögu örlaganornanna með nokkuð óhefðbundnum hætti og er nokkuð frjálslegur í túlkun sinni. Mikil vinna hefur farið í framkvæmd verksins enda eru þetta í raun þrjú verk sem steypt er saman í eitt. Danstvíeykið Steinunn og Brian frumsýndi einnig dansverk sama kvöld og ber það heitið „Steinunn and Brian DO art; How to be Original“. Allar nánari upplýsingar má finna á tjarnarbio.is. - sm Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Nýtt íslenskt dansverk var frumsýnt í Tjarnabíói um helgina. Verkið nefnist Gibbla og er samstarfsverkefni sjö listamanna úr ólíkum listgreinum sem tvinna saman dans, tónlist og kvikmyndagerð í eina samræmda heild. Innblástur verksins er sóttur til Asks Yggdrasils og örlaganornanna þriggja og fjallar um hvernig örlög manna eru ákveðin við fæðingu og hvernig lífsþræðirnir spinnast. Dansarar og danshöfundar verksins eru þær Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir. Þóra Hilmarsdóttir vídeólistamaður, skapaði aftur á móti myndverkið sem fléttast inn í sýninguna. Hún útskrifaðist frá hinum virta listaháskóla Central St. Martins í London fyrir rúmu ári. Þóra er enn búsett ytra og starfar hjá kvikmyndafyrirtækinu Ridley Scott Associates. „Ég hafði unnið með tveimur dansaranna áður en ég fór út í nám og fannst mjög spennandi að fá tækifæri til þess að gera það aftur. Ég fékk frí í vinnunni og kom heim í febrúar og hef unnið að verkinu stanslaust síðan þá,“ útskýrir Þóra. Hluti vídeóverksins var tekinn upp í gömlum læknabústað við Vífilsstaði og viðurkennir Þóra að það hafi tekið svolítið á taugarnar. „Það er nánast eins og einhver hafi bara gengið út úr húsinu einn daginn og skilið allt eftir, þetta var mjög draugalegt. Einu sinni var ég nokkuð viss um að það væri reimt þarna og ákvað að hætta tökum þann daginn,“ segir hún hlæjandi. Hópurinn nálgast sögu örlaganornanna með nokkuð óhefðbundnum hætti og er nokkuð frjálslegur í túlkun sinni. Mikil vinna hefur farið í framkvæmd verksins enda eru þetta í raun þrjú verk sem steypt er saman í eitt. Danstvíeykið Steinunn og Brian frumsýndi einnig dansverk sama kvöld og ber það heitið „Steinunn and Brian DO art; How to be Original“. Allar nánari upplýsingar má finna á tjarnarbio.is. - sm
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira