Lífið

Bloodgroup tók úr sambandi og sló í gegn

Myndir/Gogoyoko
Hljómsveitin Bloodgroup kom fram á vel heppnuðum "unplugged" tónleikum á fimmtudaginn. Tónleikarnir voru hluti af Gogoyoko Wireless-tónleikaröðinni sem kemur út á DVD fyrir næstu jól.

Bloodgroup er þekktust fyrir dansvæna rafmagnstónlist. Hljómsveitin breytti út af vananum fyrir tónleikana og setti lögin sín í órafmagnaðar útgáfur. Meðlimir tóku upp kassagítarinn og sveitin fékk til liðs við sig strengjasveit og píanóleikara.

Þetta lagðist vel í tónleikagesti sem voru afar ánægðir með kvöldið, eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.