Lífið

Einar Snorri til liðs við Firsteight

Einar Snorri hefur ráðið sig til umboðsskrifstofunnar Firsteight í Berlín.fréttablaðið/valli
Einar Snorri hefur ráðið sig til umboðsskrifstofunnar Firsteight í Berlín.fréttablaðið/valli
„Ég ætla að einbeita mér svolítið að þessu núna,“ segir ljósmyndarinn og auglýsingaleikstjórinn Einar Snorri.

Hann hefur verið tekinn undir væng umboðsskrifstofunnar Firsteight í Berlín, sem sérhæfir sig í að finna verkefni fyrir auglýsingaklippara. Skrifstofan er sú virtasta sinnar tegundar í Þýskalandi og því um afar gott tækifæri að ræða fyrir Einar Snorra á þessari braut. Af þessu tilefni hefur Einar Snorri sett upp heimasíðuna Snorricuts.com þar sem skoða má verkefnin sem hann hefur unnið við í gegnum árin. Þar má nefna auglýsingar fyrir Hummer, Nokia, Kenneth Cole og tónlistarmyndband fyrir R.E.M. sem þeir Snorra-bræður gerðu garðinn frægan með nokkrum árum.

Einar Snorri auglýsti fyrr á árinu eftir íslenskum þátttakendum fyrir nýja ljósmyndabók sem hann ætlaði að setja saman með portrettmyndum. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvenær hún kemur út en þátttakan var ágæt. Áður gerði hann umtalaða Kaffibarsbók í samvinnu við félaga sinn Eið Snorra þar sem fastagestir barsins sátu fyrir á fyrri hluta tíunda áratugarins. „Það liðu fjórtán ár frá því að við skutum myndirnar þar til bókin kom út. Það er vonandi að það verði ekki jafn langur tími núna. Ég mun halda áfram að safna portrettum, koma aftur og gera meira, líka í öðrum borgum,“ segir Einar Snorri. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.