Lífið

Jennifer langar að flytja

Jennifer Lopez vill flytja fjölskylduna sína til New York svo hún geti lifað eðlilegu lífi.
Jennifer Lopez vill flytja fjölskylduna sína til New York svo hún geti lifað eðlilegu lífi.
Jennifer Lopez vill flytja til New York en hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, búa í Los Angeles um þessar mundir. Lopez þráir að ala börnin sín upp í eðlilegu umhverfi þar sem glys og prjál kvikmyndaborgarinnar er víðsfjarri.

Í samtali við Sunday tímaritið viðurkennir söng- og leikkonan að hún og Anthony hafi rætt þetta ítrekað sín á milli. „Við viljum flytja til New York þar sem börnin geta gengið í skóla og fengið almennilegt uppeldi. Við ólumst bæði upp í borginni og viljum að krakkarnir okkar geti fengið að vera í kringum önnur börn sem eiga bara venjulega útivinnandi foreldra en eru ekki innvígð og innmúruð í skemmtanabransann."

Lopez og Anthony hafa bæði notið mikillar velgengni á sínum ferli en söngkonan segir að hún reyni að innræta sínum börnum að peningar séu ekki allt. Og að þau eigi að vera þakklát fyrir það sem þau hafi. „Þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum og mat eins og ég hafði á mínum yngri árum. Ég vil kenna þeim þakklæti, þau eiga að kunna meta hversu heppin þau eru."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.