Fótbolti

Óvenjuleg smokkaauglýsing í Asíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta verður að kallast frumleg auglýsing.
Þetta verður að kallast frumleg auglýsing.
Mörgum áhorfendum á knattspyrnuleik í Tælandi á dögunum brá í brún er þeir sáu fjórða dómarann tilkynna uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ástæðan var ekki sú hversu mörgum mínútum var bætt við hálfleikinn heldur sú staðreynd að skiltið var eins og risastórt smokkabréf.

Allt er þetta hluti af auglýsingaherferð Durex-smokkaframleiðandans í Asíu og ljóst má vera að þessi auglýsing er að fá mikla athygli um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×