Mikill metnaður á Íslandi 13. maí 2011 21:00 Brett Kirk hefur verið á Íslandi að undanförnu við kynningu á áströlskum fótbolta. Fréttablaðið/Vilhelm Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira