Tímamótasamningur um leit og björgun 13. maí 2011 01:00 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira