Björn Bragi og Þórunn Antonía taka við af Audda og Sveppa 13. maí 2011 12:00 Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Fréttablaðið/GVA Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Steindanum okkar hafa verið ráðin til að stjórna vikulegum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þátturinn á að koma í staðinn fyrir Audda og Sveppa, sem hefur verið á dagskrá á föstudagskvöldum síðan í janúar 2009. „Við ætlum að gera þrusugóðan þátt og skemmtilegan," segir Björn Bragi en þættirnir eiga að hefjast í haust. Um hálftíma langan skemmtiþátt verður að ræða fyrir ungt fólk á öllum aldri. „Þetta er algjör draumur. Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni." Björn Bragi er ekki alveg ókunnur sjónvarpsforminu, hann hefur verið með Monitor-sjónvarpsþætti á netinu sem notið hafa töluverðra vinsælda. „Þetta hefur verið fín reynsla og það hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími að byggja þetta vikublað upp síðan það kom í mars í fyrra. Monitor TV hefur einnig gengið rosalega vel en þetta verður klárlega skref upp á við og meira krefjandi en áður," segir hann um nýja þáttinn á Stöð 2. Einnig stendur til að aukaefni verði á Vísi. Björn Bragi, sem er 26 ára, mun starfa áfram hjá Monitor þangað til eftirmaður hans verður fundinn. Vinna við sjónvarpsþáttinn hefst síðan í sumar. Þórunn Antonía hefur leikið í grínþáttunum Steindinn okkar og hefur því góða reynslu úr sjónvarpi. Hún er að vonum spennt fyrir nýja þættinum. „Ég hlakka mikið til að taka þátt í þessu verkefni og mér líst rosalega vel á það." Aðspurð segir hún að vissulega sé það draumur að stjórna eigin sjónvarpsþætti. „Þetta er rosalega skemmtilegt starf. Það er í þessum listageira sem mig hefur langað að halda mig inni í. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessu." Þórunn er einnig frambærileg söngkona sem hefur m.a. unnið með bandaríska tónlistarmanninum Beck. Nýtt lag frá henni og popparanum Berndsen kemur einmitt út í dag og nefnist það Out of Touch. „Þetta er sumarslagari. Ég var búin að semja eitthvert kassagítarvæl en ákvað að það væri ekki stemningin og ákvað að breyta mér í poppstjörnu í smá stund í anda Kylie Minogue." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Steindanum okkar hafa verið ráðin til að stjórna vikulegum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þátturinn á að koma í staðinn fyrir Audda og Sveppa, sem hefur verið á dagskrá á föstudagskvöldum síðan í janúar 2009. „Við ætlum að gera þrusugóðan þátt og skemmtilegan," segir Björn Bragi en þættirnir eiga að hefjast í haust. Um hálftíma langan skemmtiþátt verður að ræða fyrir ungt fólk á öllum aldri. „Þetta er algjör draumur. Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni." Björn Bragi er ekki alveg ókunnur sjónvarpsforminu, hann hefur verið með Monitor-sjónvarpsþætti á netinu sem notið hafa töluverðra vinsælda. „Þetta hefur verið fín reynsla og það hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími að byggja þetta vikublað upp síðan það kom í mars í fyrra. Monitor TV hefur einnig gengið rosalega vel en þetta verður klárlega skref upp á við og meira krefjandi en áður," segir hann um nýja þáttinn á Stöð 2. Einnig stendur til að aukaefni verði á Vísi. Björn Bragi, sem er 26 ára, mun starfa áfram hjá Monitor þangað til eftirmaður hans verður fundinn. Vinna við sjónvarpsþáttinn hefst síðan í sumar. Þórunn Antonía hefur leikið í grínþáttunum Steindinn okkar og hefur því góða reynslu úr sjónvarpi. Hún er að vonum spennt fyrir nýja þættinum. „Ég hlakka mikið til að taka þátt í þessu verkefni og mér líst rosalega vel á það." Aðspurð segir hún að vissulega sé það draumur að stjórna eigin sjónvarpsþætti. „Þetta er rosalega skemmtilegt starf. Það er í þessum listageira sem mig hefur langað að halda mig inni í. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessu." Þórunn er einnig frambærileg söngkona sem hefur m.a. unnið með bandaríska tónlistarmanninum Beck. Nýtt lag frá henni og popparanum Berndsen kemur einmitt út í dag og nefnist það Out of Touch. „Þetta er sumarslagari. Ég var búin að semja eitthvert kassagítarvæl en ákvað að það væri ekki stemningin og ákvað að breyta mér í poppstjörnu í smá stund í anda Kylie Minogue." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira