Lífið

Litla systir Klöru upplifir ævintýri með The Charlies

Elín Lovísa er í heimsókn hjá stúlkunum í The Charlies, en hún er litla systir Klöru. Elín gaf út lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel í fyrra, en von er á öðru lagi frá Elínu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Elín Lovísa er í heimsókn hjá stúlkunum í The Charlies, en hún er litla systir Klöru. Elín gaf út lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel í fyrra, en von er á öðru lagi frá Elínu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það er smá klikkun að vera hérna,“ segir Elín Lovísa Elíasdóttir, yngri systir Klöru í The Charlies. Elín Lovísa er stödd í Los Angeles í heimsókn hjá Klöru, Ölmu og Steinunni, en Charlies-stúlkur vinna að tónlistarferli sínum þar ytra.

„Ég er búin að fá að upplifa þetta ævintýri með þeim síðustu þrjár vikurnar,“ segir Elín. Hún segir að stúlkurnar starfi með fólki sem þekki alla í bransanum og að þær hafi farið í ófá partí með fræga fólkinu. „Okkur var til dæmis boðið til sonar Jimmy Iovine hinn 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Þetta var sundlaugarpartí með öllu tilheyrandi,“ segir Elín, en Jimmy Iovine er eigandi Interscope Records og vinnur fyrirtækið með listamönnum á borð við The Black Eyed Peas, Eminem, Lady Gaga og U2. „Á fimmtudagskvöld fórum við svo á

ESPY-íþróttaverðlaunahátíðina, en söngvarinn Cee Lo Green var að syngja í eftirpartíinu og bauð stelpunum að koma,“ segir Elín, sem fékk að fara með. „Ég var ekki búin að fatta hvað þetta væri í raun stórt fyrr en við keyrðum að þessu og sáum að allar göturnar í kring voru lokaðar fyrir almenna umferð,“ segir Elín. ESPY-verðlaunahátíðin er haldin á vegum bandarísku íþróttarásarinnar ESPN. Hátíðin verðlaunar þá íþróttamenn eða lið sem skarað hafa fram úr á árinu. „Þarna voru allar helstu íþróttastjörnur Bandaríkjanna, úr NFL-deildinni, NBA-deildinni og fleira. Það hefur aldrei verið jafn leiðinlegt að þekkja ekki betur til í bandarískum íþróttum. Ég þekkti aðeins tvo NBA-leikmenn þarna,“ segir Elín.

Hún hefur sjálf verið að feta sig áfram í tónlistinni hérlendis. Hún söng lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel og naut það gríðarlegra vinsælda fyrr í vetur og er nú von á öðru lagi frá henni. „Alma er að semja fyrir mig lag í samvinnu með Reddlights og kemur það vonandi út í næsta mánuði,“ segir Elín sem heldur heim á leið í þessari viku.

kristjana@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.