Djokovic og Federer mætast í undanúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2011 14:15 Federer og Wawrinka takast í hendur eftir leikinn í morgun. Nordic Photos / AFP Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Erlendar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla.
Erlendar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira