Friðrika brákuð eftir bílslys 23. febrúar 2011 13:00 Sársaukafullt Rikka er með brákað bringubein, sem þýðir meðal annars að það er erfitt fyrir hana að hlæja vegna sársauka. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er alveg skelfilegt fyrir manneskju eins og mig sem er hlæjandi allan sólarhringinn,“ segir sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka. Hún getur ekki hlegið án þess að finna til því á fimmtudaginn var hún farþegi í bíl sem lenti í árekstri og þar brákaði hún bringubeinið. „Ég veit ekki hvort þetta kom eftir beltið eða hvað, því það gerðist allt svo hratt,“ segir Rikka, sem þakkar Guði fyrir að ekki fór verr. Brákað bringubein er kannski ekki alvarlegustu meiðslin og lætur ekki mikið yfir sér að utanverðu. Slík meiðsl geta hins vegar verið þeim mun sársaukafullari og erfið og þannig eru allar hreyfingar með öndunarfærunum ákaflega erfiðar. Rikka segist til að mynda hafa átt ákaflega erfitt á Eddunni á laugardagskvöldið. „Ég gat ekkert hlegið og það var virkilega erfitt, að geta ekki skellt rækilega upp úr með öllu þessu fyndna fólki í salinn. En svona er bara lífið.“ Rikka hefur að undanförnu stjórnað svokölluðum cupcakes-námskeiðum sem notið hafa mikilla vinsælda en vegna meiðslanna hefur hún þurft að aflýsa nokkrum námskeiðum. Rikka segist þó ekki kvíða verkefnaleysi, hún hafi nóg að gera heima fyrir. Almennt er talið að það taki sex til sjö vikur að jafna sig að fullu af brákuðu bringubeini en Rikka er hörð af sér. „Ég ætla mér að verða góð innan skamms.“- fgg Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Þetta er alveg skelfilegt fyrir manneskju eins og mig sem er hlæjandi allan sólarhringinn,“ segir sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka. Hún getur ekki hlegið án þess að finna til því á fimmtudaginn var hún farþegi í bíl sem lenti í árekstri og þar brákaði hún bringubeinið. „Ég veit ekki hvort þetta kom eftir beltið eða hvað, því það gerðist allt svo hratt,“ segir Rikka, sem þakkar Guði fyrir að ekki fór verr. Brákað bringubein er kannski ekki alvarlegustu meiðslin og lætur ekki mikið yfir sér að utanverðu. Slík meiðsl geta hins vegar verið þeim mun sársaukafullari og erfið og þannig eru allar hreyfingar með öndunarfærunum ákaflega erfiðar. Rikka segist til að mynda hafa átt ákaflega erfitt á Eddunni á laugardagskvöldið. „Ég gat ekkert hlegið og það var virkilega erfitt, að geta ekki skellt rækilega upp úr með öllu þessu fyndna fólki í salinn. En svona er bara lífið.“ Rikka hefur að undanförnu stjórnað svokölluðum cupcakes-námskeiðum sem notið hafa mikilla vinsælda en vegna meiðslanna hefur hún þurft að aflýsa nokkrum námskeiðum. Rikka segist þó ekki kvíða verkefnaleysi, hún hafi nóg að gera heima fyrir. Almennt er talið að það taki sex til sjö vikur að jafna sig að fullu af brákuðu bringubeini en Rikka er hörð af sér. „Ég ætla mér að verða góð innan skamms.“- fgg
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira