Innlent

Forsetinn hittir DiCaprio í byrjun næsta árs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetinn á fundi nefndarinnar.
Forsetinn á fundi nefndarinnar. mynd/ vefur forsetaembættisins.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun líklegast hitta stórleikarann Leonardo DiCaprio snemma á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. Sá fundur verður haldinn í tengslum við störf þeirra beggja í dómnefnd alþjóðlegu orkuverðlaunanna, Zayed Future Energy Prize, sem eru ein hin virtustu sinnar tegundar í veröldinni.

Forsetinn er staddur í Abu Dhabi þessa stundina þar sem dómnefndin fundaði. DiCaprio var ekki viðstaddur þann fund en samkvæmt heimildum Vísis mun hann verða viðstaddur slíkan fund í janúar næstkomandi.

Meðal annarra dómnefndarmanna eru Mohammed Nasheed, forseti Maldíveyja, dr. Susan Hockfield, rektor MIT háskólans í Bandaríkjunum, Timothy Wirth, forseti Sameinuðu þjóða stofnunarinnar og fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, Cherie Blair lögfræðingur og fyrrverandi forsætisráðherrafrú Bretlands og Elizabeth Dipuo Peters, orkuráðherra Suður Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×