Fótbolti

Eggert: Taflan lýgur ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir það tímabært að liðið nái í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður, er staddur á Kýpur og tók við hann viðtal sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það er gaman að vera í þessum hópi. Við erum búnir að vera saman í nokkuð langan tíma og góð stemning í hópnum. Við erum nú að reyna að stilla okkur saman til að ná þessum þremur stigum sem við þurfum að fá," sagði Eggert en Ísland er enn stigalaust eftir fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni.

„Ég tel að við getum náð stigum í þessum leik. Við vorum óheppnir í hinum leikjunum og áttum meira skilið en við fengum. En taflan lýgur ekki og það er kominn tími á að við náum fleiri stigum."

Leikurinn við Kýpur hefst klukkan 18.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Rúrik: Hermann geðbilaður í hausnum

Stemningin hefur greinilega verið góð í herbúðum íslenska landsliðsins í knattspyrnu en það mætir í dag Kýpverjum ytra í undankeppni EM 2012.

Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig.

Möguleikinn er til staðar á Kýpur

Það er ekki oft að tveir markverðir meiðast með fótboltalandsliðinu í sömu ferðinni en þegar ljóst varð á æfingu í gær að ökklinn á Ingvari Kale þyldi ekki álagið varð þjálfarinn að grípa til þess ráðs að hringja í fjórða markvörðinn.

Aron vill losna frá Coventry

Aron Einar Gunnarsson segir að það sé greinilega eitthvað misjafnt á gangi í félagi hans, Coventry í Englandi, og að hann vilji losna frá félaginu miðað við núverandi stöðu.

Gylfi: Markmiðið alltaf að skora

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segist alltaf stefna að því að skora í sínum leikjum - sama hver andstæðingurinn sé.

Haraldur kallaður til Kýpur

Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×