Fótbolti

Aron vill losna frá Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson segir að það sé greinilega eitthvað misjafnt á gangi í félagi hans, Coventry í Englandi, og að hann vilji losna frá félaginu miðað við núverandi stöðu.

Aron Einar er staddur á Kýpur með íslenska landsliðinu sem mætir heimamönnum í undankeppni EM 2012 í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson íþróttafréttamann og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Coventry hefur ekki unnið leik í rúman mánuð í ensku B-deildinni og er sem stendur í 20. sæti af 24 liðum.

„Það er einhver skandall í gangi hjá klúbbnum um þessar mundir," sagði Aron. „Stjórnarformaðurinn ætlaði að segja af sér í gær en ég hef ekki heyrt í neinum síðan þá. Það er eitthvað að gerast á bak við tjöldin sem hefur haft áhrif á liðið."

„En við þurfum að reyna að spila vel og halda áfram að safna stigum. Þetta hefur verið erfitt, sérstaklega eftir jól, en vonandi náum við að rétta úr kútnum og ná í stig á lokasprettinum. Það mikilvægasta er að halda félaginu uppi."

„Eins og staðan er í dag vil ég losna. Mér líst ekki á ástandið eins og það er núna. Ég á þetta ár eftir og svo sjáum við hvað gerist í sumar."

„Ég er 21 árs í dag en ég kom til Coventry þegar ég var nítján ára gamall. Ég hef verið þarna í þrjú tímabil og auðvitað er alltaf mikilvægt að breyta til. Eins og staðan er í dag er það nauðsynlegt."

Aron tjáir sig einnig um leik dagsins gegn Kýpur, kynslóðaskipti í íslenska landsliðinu og hvernig það er að slást við Hermann Hreiðarsson. Þá er Aron truflaður í miðju viðtali þegar að Hermann Hreiðarsson hendir Rúrik Gíslasyni í sundlaugina.

Leikurinn við Kýpur hefst klukkan 18.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Rúrik: Hermann geðbilaður í hausnum

Stemningin hefur greinilega verið góð í herbúðum íslenska landsliðsins í knattspyrnu en það mætir í dag Kýpverjum ytra í undankeppni EM 2012.

Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig.

Möguleikinn er til staðar á Kýpur

Það er ekki oft að tveir markverðir meiðast með fótboltalandsliðinu í sömu ferðinni en þegar ljóst varð á æfingu í gær að ökklinn á Ingvari Kale þyldi ekki álagið varð þjálfarinn að grípa til þess ráðs að hringja í fjórða markvörðinn.

Eggert: Taflan lýgur ekki

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir það tímabært að liðið nái í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Gylfi: Markmiðið alltaf að skora

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segist alltaf stefna að því að skora í sínum leikjum - sama hver andstæðingurinn sé.

Haraldur kallaður til Kýpur

Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×