Topp 5 - Versti írski hreimurinn fyrr og síðar 17. mars 2011 11:15 Dagur heilags Patreks er í dag og af því tilefni gerði breska blaðið Metro lista yfir þá fimm leikara sem höfðu versta írska hreiminn sem heyrst hefur á hvíta tjaldinu. Efstur á lista er Tommy Lee Jones í hlutverki Ryans Gaerity í hasarmyndinni Blown Away. Þar lék Jones brjálaðan írskan sprengjusérfræðing sem flúði úr fangelsi og ákvað að hrella meðlimi sprengjusveitar lögreglunnar í Boston þar sem persóna Jeff Bridges var fremst í flokki. Í öðru sæti yfir versta hreiminn lenti Skotinn Gerard Butler fyrir hlutverk sitt í dramanu PS I Love You þar sem hann lék á móti Hilary Swank. Töluvert grín var gert að Butler fyrir írska hreiminn og svo virðist sem skoskur uppruni hans hafi eitthvað ruglað hann í ríminu. Richard Gere lék fyrrverandi meðlim IRA, Declan Mulqueen, í myndinni The Jackal á móti Bruce Willis. Írski hreimurinn vafðist ítrekað fyrir Gere, sem var hreinlega úti á þekju í hverju atriðinu á fætur öðru. Hjartaknúsarinn Brad Pitt lék norður-írskan meðlim IRA í The Devil's Own og þótti engan veginn ná tökum á hreimnum. Hann sýndi mun betri takta í Snatch og sannaði þar að hann getur vel brugðið sér írska gírinn. Í fimmta sætinu lenti svo Sean Connery í Disney-myndinni Darby O'Gill and the Little People sem kom út 1959. Hreimur persónunnar Michaels McBride þótti afleitur enda var Connery fljótur að hrista hann af sér sem njósnari hennar hátignar, 007, þremur árum síðar. Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Dagur heilags Patreks er í dag og af því tilefni gerði breska blaðið Metro lista yfir þá fimm leikara sem höfðu versta írska hreiminn sem heyrst hefur á hvíta tjaldinu. Efstur á lista er Tommy Lee Jones í hlutverki Ryans Gaerity í hasarmyndinni Blown Away. Þar lék Jones brjálaðan írskan sprengjusérfræðing sem flúði úr fangelsi og ákvað að hrella meðlimi sprengjusveitar lögreglunnar í Boston þar sem persóna Jeff Bridges var fremst í flokki. Í öðru sæti yfir versta hreiminn lenti Skotinn Gerard Butler fyrir hlutverk sitt í dramanu PS I Love You þar sem hann lék á móti Hilary Swank. Töluvert grín var gert að Butler fyrir írska hreiminn og svo virðist sem skoskur uppruni hans hafi eitthvað ruglað hann í ríminu. Richard Gere lék fyrrverandi meðlim IRA, Declan Mulqueen, í myndinni The Jackal á móti Bruce Willis. Írski hreimurinn vafðist ítrekað fyrir Gere, sem var hreinlega úti á þekju í hverju atriðinu á fætur öðru. Hjartaknúsarinn Brad Pitt lék norður-írskan meðlim IRA í The Devil's Own og þótti engan veginn ná tökum á hreimnum. Hann sýndi mun betri takta í Snatch og sannaði þar að hann getur vel brugðið sér írska gírinn. Í fimmta sætinu lenti svo Sean Connery í Disney-myndinni Darby O'Gill and the Little People sem kom út 1959. Hreimur persónunnar Michaels McBride þótti afleitur enda var Connery fljótur að hrista hann af sér sem njósnari hennar hátignar, 007, þremur árum síðar.
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira