Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu 28. september 2011 12:00 Ný barnaplata Dr. Gunni vinnur nú að nýrri barnaplötu, en hann gaf út Abbababb! fyrir fjórtán árum. fréttablaðið/valli „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb Lífið Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb
Lífið Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira