Diane Kruger hefur gaman af því að leika í kvikmyndum þar sem aðalsöguhetjan fær tækifæri til að verja einhvern málstað. „Það sem ég elska við hasarmyndir er þegar þú færð það á tilfinninguna að persónan er skynsöm og hugsar um af hverju ákveðnir hlutir eru að gerast,“ sagði Kruger í heimildarmyndinni The Hero"s Journey sem fjallar um hasarmyndir. Kruger hefur leikið í myndum á borð við Troy, Inglourious Basterds og Inhale. „Þú getur stutt málstað sem er stærri en þú sjálfur. Oft er þetta mjög venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.“
