Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur 26. október 2011 04:30 Rándýrt tæki Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson
Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira