Lífið

Fergie er ekki ófrísk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Söngkonan Fergie er ekki ófrísk. Mynd/ AFP.
Söngkonan Fergie er ekki ófrísk. Mynd/ AFP.
Talsmaður poppsöngkonunnar Fergie neitar því að hún sé ófrísk. Sögusagnir upphófust í liðinni viku að söngkonan úr Black Eyed Peas og eiginmaður hennar, leikarinn Josh Duhamel, ættu von á þeirra fyrsta barni. Sögurnar fengu byr undir báða vængi þegar fréttir bárust af því að hljómsveitin ætlaði að taka sér hvíld eftir að Evróputónleikaferð lauk á fimmtudaginn. Um tveggja ára skeið hafa af og til birst fréttir af meintri óléttu Fergie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.