Lífið

Kirstie Alley léttist um 70 kíló

SB skrifar
Kirstie Alley er komin á beinu brautina. Mynd/ afp.
Kirstie Alley er komin á beinu brautina. Mynd/ afp.
Leikkonan Kirstie Alley hefur tekist að létta sig úr 140 kílóum niður í sjötíu kíló. Kirstie, sem er fræg fyrir leik sinn í myndum líkt og Look Who´s Talking og þáttunum Cheers, þakkar þessum ótrúlega árangri bandarísku sjónvarpsþáttunum "Let´s dance".

Hún segist hafa horft á hvern einasta þátt og dansað með en auk þess hafi hún æft fimm tíma á dag, breytt mataræði sínu, borðað reglulega, hætt að háma í sig mat, drukkið lítið áfengi og varast hvítan sykur.

Kirstie Alley missti algjörlega stjórn á þyngd sinni eftir að hafa skilið við eiginmann sinn Parker Stevensen árið 1996. Hún varð 140 kíló og lék meðal annars í raunveruleikaþætti byggðum á henni sjálfri og baráttunni við aukakílóin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.