Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. september 2011 19:30 Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira