Enski boltinn

Ferguson ánægður með endurkomu Valencia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lýst yfir ánægju sinni með að Antonio Valencia sé aftur byrjaður að spila með liðinu eftir meiðsli.

Valencia ökklabrotnaði í leik með United gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í september síðastliðnum og sneri aftur fyrir stuttu. Hann átti góðan leik með United gegn Marseille í sömu keppni fyrir tveimur vikum.

„Antonio hefur sýnt á köflum af hverju við söknuðum hans svo mikið,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Hann er frábær knattspyrnumaður. Hann er mjög góður í að vinna dauða bolta og hann sýndi hvað hann er klókur þegar hann bjó til annað mark leiksins fyrir Javier Hernandez gegn Marseille.“

„Þetta er mikill kostur fyrir okkur og afar mikilvægt að hafa þá Valencia og Nani báða heila.“

United er með fimm stiga forystu á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mætir West Ham á útivelli á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×