Fótbolti

Helmingslíkur á að Bendtner spili á EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicklas Bendtner hjá Arsenal hefur enn ekki gert upp hug sinn um það hvort hann ætli að spila með U-21 liði Dana í sumar í úrslitum Evrópumóts landsliða sem fer fram í Danmörku.  

Bendtner segir helmingslíkur á þvi að hann gefi kost ár sér. Þjálfari A-landsliðsins, Morten Olsen, segir að þeir leikmenn liðsins sem eru gjaldgengir í úrslitakeppnina í sumar, verði að eiga það við sjálfa sig hvort þeir gefi kost á sér.  

Þjálfari U-21 liðs Dana, Keld Bordinggaard, vill fá Bendtner, Simon Kjær varnarmann Wolfsburg og hinn 19 ára miðjumann Christian Eriksson hjá Ajax í danska liðið en þeir hafa enn ekki gert það upp við sig hvort þeir verði með í sumar.

Íslendingar mæta Dönum í síðustu umferð riðlakeppninnar. Danir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu í Danmörku í gærkvöldi og Hvít-rússar, sem eru í riðli með Íslendingum, gerðu 1-1 jafntefli við Spánverja á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×