Enski boltinn

Neymar: Alla dreymir um að koma til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar í leiknum um helgina.
Neymar í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar, sem skoraði bæði mörk sinna manna í 2-0 sigri á Skotum í vináttulandsleik um helgina, segir vel koma til greina að ganga til liðs við Chelsea í Englandi.

Neymar er nítján ára gamall og á mála hjá Santos í heimalandinu en hann hefur lengi verið orðaður við mörg stærstu félög Evrópu, til að mynda Chelsea.

„Chelsea er frábært félag,“ sagði Neymar við enska fjölmiðla. „Alla dreymir um að koma til Chelsea. Ef það gerist hjá mér einn daginn kem ég glaður hingað.“

„Þegar kemur að því að taka ákvörðun mun ég setjast niður með minni fjölskyldu. Við munum hugsa um málið og ræða kosti og galla.“

Chelsea reyndi að kaupa kappann síðastliðið sumar en þá fannst Neymar ótímabært að fara frá Brasilíu. „Ég er ánægður hjá Santos eins og er en ef þetta mál kemur aftur upp í sumar munum við ræða það upp á nýtt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×