Julia Roberts fer með hlutverk illu drottningarinnar í nýrri kvikmynd byggðri á ævintýrinu um Mjallhvíti. Roberts treystir sér þó ekki til að segja börnum sínum frá hlutverkinu enda séu þau dauðhrædd við drottninguna.
Roberts og eiginmaður hennar, Danny Moder, eiga saman þrjú börn. „Ég hef ekki sagt þeim frá hlutverkinu af því að ég sýndi þeim eitt sinn Disney-myndina um Mjallhvíti og þau grétu og fengu martraðir um vondu drottninguna,“ viðurkenndi Roberts í nýlegu viðtali.
