Hollywood-stjarnan John Travolta hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að panta borð á skyndibitastaðnum KFC í Sussex-skíri í Englandi. Talið var að um gabb væri að ræða þegar kona hringdi á staðinn og sagðist vilja panta borð fyrir herra Travolta. Starfsmaður staðarins sagði að fólk gæti ekki pantað borð á staðnum og því hætti Travolta við komu sína.
„Eftir á að hyggja hefðum við átt að panta borð fyrir hann. Það er ekki á hverjum degi sem Hollywood-stjarna borðar á veitingastaðnum,“ sagði talsmaður KFC. Travolta var staddur í Sussex vegna góðgerðakvöldverðar sem var haldinn af trúfélagi hans, Vísindakirkjunni. Kollegi hans Tom Cruise var einnig á meðal gesta.
Fékk ekki borð á KFC
