Lífið

New York Times fjallar um hús Lilju og Baltasars - myndir

Umfjöllun The New York Times um hús Lilju og Baltasars er löng og ítarleg.
Umfjöllun The New York Times um hús Lilju og Baltasars er löng og ítarleg. Mynd/Fréttablaðið
Á vef bandaríska dagblaðsins The New York Times er fjallað um heimili Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur á Hofsósi í Skagafirði og glæsilegar myndir af húsinu fylgja umfjölluninni.

Þar segir að Lilja hafi árið 2002 keypt jörð sem tilheyrði afa hennar og ömmu á fyrri hluta síðustu aldar á 28 milljónir króna. Hjónin hafi svo byggt þrjú hundruð fermetra hús á lóðinni fyrir um 100 milljónir króna en þar búa þau ásamt tveimur börnum sínum og hundinum Bingó.

Umfjöllun New York Times má lesa hér.

Myndir af húsinu má svo skoða hér, en þær eru eftir ljósmyndarann Baldur Kristjánsson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.