Lífið

Tíunda G! hátíðin

Fran Healey og félagar í Travis spila á G! Festival í Færeyjum um helgina.
Fran Healey og félagar í Travis spila á G! Festival í Færeyjum um helgina.
Tónlistarhátíðin G! Festival hefst í bænum Gøta í Færeyjum í dag og stendur yfir til laugardags. Þetta verður í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.

Frá Íslandi mæta Mugison og rokksveitin Skálmöld sem eiga væntanlega eftir að halda uppi góðri stemningu. Mugison spilar í kvöld en Skálmöld á laugardag. Þekktasta hljómsveitin á hátíðinni er Travis frá Skotlandi sem hefur sent frá sér lögin Why Does It Always Rain on Me og Sing. Einnig stígur á svið gospelbandið The Blind Boys of Alabama sem hefur starfað saman í rúm sextíu ár, sænsku rokkararnir í Messuggah, færeyski tónlistarmaðurinn Högni og færeyska rokksveitin ORKA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.